Saturday, May 19, 2007

List

Ég er magnaður listamaður
Í hvert skipti sem ég geri list
Gráta allir í kringum mig
Sumir meira að segja fremja sjálfsmorð.

Samgöngumálaráðherra

Nú eru komin göng í gegn
um fjallið sem ég keyri yfir daglega
Ég hef tapað 9000 vinnustundum
Fokkíngs seint í rassinn gripið.

Skírn

Ef nafn mitt væri Hómó
Þá myndi ég breyta því í
Sæljón

Tuesday, November 14, 2006

Flöskuskeyti

Ef lítil flaska dettur í sjó
og siglir til þín um óraveg
troddu bréfinu upp í rassinn á þér

Heimsendir

Helgasti staður á jörðinni
er HÉR
Sprengingar og læti alls staðar
nema HÉR
Leita að lífi sem hvergi er
nema HÉR
Djöfull maður það hefur orðið heimsendir alls staðar
nema HÉR

Hamborgari

Pantaðu líka fyrir mig
Ég er ekki svangur
En ég borða samt
Fyrst þú ert að splæsa

Unglingar

Hvað er klukkan?
Hálf tíu
Ok
Við skulum gera það strax
Ég á að vera kominn heimeftir hálftíma

Speki

Þegar barnið kom í heiminn
Breyttist líf þeirra úr ómeðvitaðri sjálfselsku
í meðvitaða sjálfselsku

Handahófskenndar hreyfingar mínar

Afhverju drap Siggi fluguna
þetta voru víst handahófskenndar hreyfingar
Alveg ómeðvitað

Friday, November 18, 2005

I forgot the password

Loksins
loksins
tókst mér að drulla út nýju ljóði

Fall

Flugvélin lenti mjúklega
svo mjúklega
að hippinn hoppaði
og reyndi það sama

Í gær

Ég hugsa bara um einn dag í einu
Því hugsa ég um fortíðina
eins og hún hafi gerst í gær
Já maður lifir á gærdagsins brauði

Uppgötvun

Hefur einhver borðað
1/2 kíló þrúgusykur og
stokkið svo ofan í sundlaug
Ég gerði það
Maður flýtur bara um
og kemst ekki í kaf

Vinir og vandamenn

Af öllum sem ég þekki
stendur enginn upp úr
Allir jafn vitlausir

Litir

Ég er alltaf að velja
og hafna
gulur banani
grænt epli
maður þarf bara að tímasetja sig rétt

Wednesday, September 07, 2005

Ljóð

Ég samdi tvö ljóð í gær.
Annað var um eineygðan nashyrning sem átti erfitt með svefn
og hitt var um sjálfan mig

Kavíar

Ristað brauð
með sultu
Hótel Holt
Það er nauðsynlegt að vera túristi í sínu eigin landi
(að minnsta kosti einu sinni)

Af hverju!!!

öskraði gamli maðurinn.
Í þriðja sinn
var búið að rispa
gamla kaggann

Gamli maðurinn

í ljóðinu hér að ofan er mjög erfiður
og á marga óvini
Kannski átti hann þetta skilið

Thursday, August 18, 2005

Blái kadilakkinn

var bilaður.
Nú er hann í góðu lagi.
Allt mér að þakka.

Kennslukonan

var loksins komin úr öllum fötunum.
Ris karlmannana var óumflýjanlegt

Fyrir alla

Sagði konan á næsta borði.
Við þökkuðum
og tókum allir þátt í uppátækinu.
Skrítin vellíðunartilfinning
straukst við bakið á mér

Monday, August 08, 2005

Séð og heyrt

Tiger Woods er víst hommi

Djöfull

Djöfull fíla ég að ganga í
þröngum gallabuxum
og láta þetta allt saman
skerast í rassinn
já í brosandi rassinn

Misnotandinn

Gráðugt augnaráð hans
hafði fundið bráðina
Þessi útihátíð átti ekki
að fara til spillis

Sunday, August 07, 2005

Notandinn

Freyðibaðið var mjög kalt
þar sem notandinn hafði gleymt
að skrúfa frá heita vatninu
Notandanum varð mjög kalt
eftir þetta allt saman
en kakó og teppi breyttu samt miklu

Friday, July 29, 2005

Garðar og co.

Tannburstanum sem fjölskyldan notar
hefur oft verið dýft í klósettið
og þau skilja ekkert í því af hverju
tannpínupúkinn er að drepa þau.

Wednesday, July 27, 2005

Smjörið

Í bílastæðinu voru 3 barnavagnar og bráðnað smjör. Síðan sleikti hundurinn smjörið og pissaði á ljótasta vagninn.

Sunday, July 24, 2005

Breiðholt

Loksins Loksins
Ég er fluttur úr Breiðholti
Það tók sinn tíma að losna við stimpilinn
en ég er laus