Wednesday, September 07, 2005

Ljóð

Ég samdi tvö ljóð í gær.
Annað var um eineygðan nashyrning sem átti erfitt með svefn
og hitt var um sjálfan mig

Kavíar

Ristað brauð
með sultu
Hótel Holt
Það er nauðsynlegt að vera túristi í sínu eigin landi
(að minnsta kosti einu sinni)

Af hverju!!!

öskraði gamli maðurinn.
Í þriðja sinn
var búið að rispa
gamla kaggann

Gamli maðurinn

í ljóðinu hér að ofan er mjög erfiður
og á marga óvini
Kannski átti hann þetta skilið